Hafa samband
Lionsclubs International er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heimsins.
Hreyfingin starfar nú í meira en 200 þjóðlöndum og innan hennar eru 45.000 klúbbar með tæplega eina og hálfa milljón félaga. Lionsklúbbar eru ýmist karlaklúbbar, kvennaklúbbar eða blandaðir klúbbar.
Í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar hefur verið lögð áhersla á virka þátttöku félaganna í starfinu. Einnig hefur verið lögð aukin áhersla á þátttöku fjölskyldunnar.
Við tökum vel á móti öllum sem hafa áhuga á að kynnast starfseminni.
Fundarstaður
Þverholt 3, Mosfellsbær, Iceland