Útilega í Skógarnesi við Apavatn: samvera, söngur, grill og gleði

Við í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar kvöddum sumarið með skemmtilegri útilegu í Skógarnesi við Apavatn, þar sem um fjörutíu manns og þrír hundar tóku þátt í gleðinni. Dagskráin var hefðbundin, m.a. klúbbfundur, golfmót og grillað lambalæri að hætti Kidda. Veðrið lék við okkur, sérstaklega framan að og var mikil stemmning fram á nótt. Sunnudagurinn var rólegri og fór að mestu í frágang, einhverja fiskiveiði og gott spjall. Við þökkum öllum sem tóku þátt, sérstaklega Lionsklúbbnum Úu, fyrir að halda í heiðri með okkur þessari dýrmætu hefð. Kíktu á fréttina til að lesa meira um þessa frábæru helgi!